Skólaráð Grunnskóla Fjallabyggðar hefur óskað  eftir því að skólaráðsfulltrúum sé greitt fyrir fundarsetu samkvæmt lögum.  Skólaráð Grunnskóla Fjallabyggðar starfar samkvæmt lögum nr. 91 frá 12. júní 2008 og sé opinber stjórnsýslunefnd. Áætlaðir eru sjö fundir á þessu skólaári á vegum skólaráðsins. Var það fulltrúi foreldra í ráðinu sem benti á að nefndin ætti að vera launuð.

Bæjarstjóri Fjallabyggðar mun afgreiða málið með samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Þeir sem sitja í nefndinni fyrir skólaárið 2013-14 eru:

  • Brynja Hafsteinsdóttir fulltrúi foreldra í skólaráði
  • Sigurður Ægisson fulltrúi foreldrafélags
  • Brynhildur Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara
  • Sigurbjörg Bjarnadóttir varamaður kennara
  • Sæbjörg Ágústsdóttir fulltrúi starfsmanna skólans
  • Kristín Anna Guðmundsdóttir varamaður starfsmanna skólans
  • Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri