Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt tillögu skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar að verð á skólamáltíðum, mjólkuráskrift og lengdri viðveru  barna hækki um 4% frá 1. september næstkomandi, í takt við vísitölu neysluverðs. Verð á skólamáltíðum hefur verið kr. 444 frá 1. janúar 2015. Áður kostaði skólamáltíð kr. 420.
Mjólkuráskrift fyrir hálft skólaár hefur verið kr. 2.000 frá hausti 2013.

grskoli1