Skólamáltíðir hækka ekki í Fjallabyggð

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur fundað um gjaldskrár í Fjallabyggð fyrir árið 2021. Áfram verður gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt. Frístundastyrkur fyrir börn á 4 – 18 ára aldri hækkar í kr. 37.500 úr 35.000. Gjald fyrir skólamáltíðir í Grunn- og Leikskóla Fjallabyggðar helst óbreytt í krónum talið á milli ára, líkt og fyrri ár.

Gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga hækkar um 2,7%

Aðrar gjaldskrár og þjónustugjöld 1. janúar 2021 hækka um 2,8%.