Skólahreystihópur Grunnskóla Fjallabyggðar

Í byrjun mánaðarins fór fram undankeppni fyrir Skólahreysti þar sem æfingahópur Grunnskóla Fjallabyggðar var valinn til að keppa í Skólahreystikeppninni á Akureyri þann 4. apríl næstkomandi.  Nemendur í 8.-10. bekk tóku þátt og þeir sem stóðu sig best voru valdirnn í æfingahópinn.  Sigurvegari í hverri grein fékk einnig 3 mánaða kort í ræktina í Íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar. Keppt var í hraðabraut, upphífingum, dýfum, armbeygjum og fitnessgreip.

Æfingahópur Grunnskóla Fjallabyggðar 2018:

  • Oddný Halla Haraldsdóttir
  • Júlía Birna Ingvarsdóttir
  • Birna Björk Heimisdóttir
  • Ronja Helgadóttir
  • Helgi Már Kjartansson
  • Júlíus Þorvaldsson
  • Joachim Birgir Andersen
  • Alexander Smári Þorvaldsson
Myndir: Grunnskóli Fjallabyggðar