Skólahreysti í Grunnskóla Fjallabyggðar

Í dag var einn af hreystidögum Grunnskóla Fjallabyggðar og var hann tileinkaður skólahreysti að þessu sinni. Unglingadeildin keppti sín á milli og á myndinni má sjá þá krakka sem unnu sig inn í skólahreystihóp vetrarins og munu þau æfa fyrir stóru keppnina á Akureyri á næsta ári. Miðstigið fékk síðan á spreyta sig á brautinni og yngra stigið mun hafa hreystidag á þriðjudaginn.

2014-11-24_11.22.49

Mynd: fjallaskolar.is