Skólahald í Árskóla og Ársölum á Sauðárkróki verður með hefðbundnum hætti í dag, mánudag 7. febrúar. Þó er ítrekað að veðuraðstæður eru misjafnar eftir búsetu nemenda og eru foreldrar og forráðamenn eindregið hvattir til að meta aðstæður og geta tekið ákvörðun um að senda börn sín ekki í skólann ef veður er slæmt. Í þeim tilvikum eru þeir vinsamlega beðnir um að láta skólann vita.

Heimild: skagafjordur.is