Skólabílinn í Fjallabyggð rann út af vegi í gær

Skólarútan í Fjallabyggð lenti í óhappi í gær og rann út af veginum á leiðinni frá Siglufirði til Ólafsfjarðar með grunnskólabörn úr 4.-6. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar. Engan sakaði en rútan rann út af er vindstrengur kom en mikil hálka var á þessu svæði.  Börnunum var þó nokkuð brugðið við óhappið. Rútan fór langt út fyrir veginn en valt ekki og var síðar dregin upp og hélt áfram sína leið.