Skólaakstur Grunnskóla Fjallabyggðar og Menntaskólans á Tröllaskaga féll niður í dag sökum veðurs. Um 10-12 m/s voru í dag og hviður upp í 20 m/s og var því ákveðið að fella niður skólaaksturinn og kennt var eftir óveðurskipulagi.
Þá var lokað á Skíðasvæðinu í Skarðsdal vegna hvassviðris, en einnig er um 5 stiga hiti á svæðinu í dag.