Skokkari týndist í Þorvaldsdal í Eyjafirði

Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út um helgina vegna hlaupara sem hafði villst í Þorvaldsdal. Fannst hann eftir tæplega 4 tíma leit, kaldur en að öðru leyti vel á sig kominn.

Um helgina fór einnig fram hið árlega Þorvaldsdalsskokk en það er óbyggðahlaup eftir endilöngum Þorvaldsdal í Eyjafirði. Skokk þetta var fyrst haldið árið 1994 og hefur farið fram árlega síðan. Vegalengdin er 25 km.

2015_2_tobbi