Skógræktarfélag Siglufjarðar vill endurnýja samstarfssamning við Fjallabyggð

Formaður Skógræktarfélags Siglufjarðar hefur óskað eftir að endurnýja samstarfssamning við Fjallabyggð til næstu þriggja ára.
Formaðurinn hefur einnig óskað eftir hækkun á framlagi bæjarfélagsins úr kr. 150 þúsund í kr. 500 þúsund í nýjum samningi.
Fram kemur í fundargerð að við gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar fyrir árið 2013 var aðeins gert ráð fyrir 150 þúsund króna framlagi á árinu 2013.  Erindinu og gerð nýs samnings hefur því verið vísað til fjárhagsáætlunargerðar í Fjallabyggð fyrir árið 2014.

Skógræktin Siglufirði

Ljósmynd: Magnús Rúnar Magnússon / Héðinsfjörður.is