Skógræktarfélag Siglufjarðar er 75 ára á þessu ári, en félagið tekur nú þátt í verkefninu Opinn skógur og er fyrirhugað að halda athöfn þann 14. ágúst næstkomandi í því tilefni.

Skógræktarfélagið hefur óskað eftir stuðning Fjallabyggðar í nokkur brýn verkefni, en óskað er eftir lagfæringu tengivegar og bílastæðis við Skógræktina á Siglufirði. Fjallabyggð hefur samþykkt að veita 1,5 milljóna til þessa verkefnis ásamt að styðja við vinnuflokk sem verður að störfum í skóginum í tvær vikur í sumar. Fjallabyggð mun einnig styrkja kostnað við hátíðarhöldin um 200 þús.

Skógræktin á Siglufirði