Skógræktarfélag Ólafsfjarðar gerir samning við Fjallabyggð

Skógræktarfélag Ólafsfjarðar, Fjallabyggð og Skógræktarfélag Íslands gera með sér samning um ræktun á landgræðsluskóga í Ólafsfirði. Skógræktarfélag Ólafsfjarðar leigir land af Fjallabyggð til 50 ára en greiðir ekki leigu fyrir. Landið er u.þ.b. 62,8 Ha af stærð. Landið sem um ræðir er frá Brimnesá í norðri að Hlíð í suðri. Félaginu verður heimilt að leggja vegi og byggja nauðsynleg mannvirki á svæðinu að fengnu sérstöku leyfi Fjallabyggðar. Hætti félagið starfsemi skal Skógræktarfélag Íslands fara með umsjón landsins.