Skógræktarfélag Eyfirðinga selur jólatré

Langar þig að fara út í skóg og höggva þitt eigið jólatré? Skógræktarfélag Eyfirðinga selur jólatré á Laugalandi á Þelamörk. Opið verður helgarnar 8. og 9. desember og 15. og 16. desember klukkan 11 til 15.

Á Laugalandi er gullfallegur stafafuruskógur þar sem fólk getur komið  og valið sér tré og fellt. Dregið að bílnum og inn í stofu, skreytt og dansað í kringum öll jólin.

Boðið verður uppá ketilkaffi, kakó og piparkökur.

Verð á tré er aðeins 6000 krónur óháð stærð svo ef þú ert að leita að tré í stærri kantinum er hægt að gera þarna mjög góð kaup.