Skógarganga í Skagafirði

Félag skógarbænda á Norðurlandi býður uppá skógargöngu fimmtudaginn 30. júní.  Gengið verður um Silfrastaðaskóg í Akrahreppi í Skagafirði og hefst gangan klukkan 19:00.

Skógargangan verður undir leiðsögn skógarbændanna Hrefnu Jóhannesdóttur og Johans Holst, Jóhannesar og Þóru Jóhannesdóttur. Mæting í gönguna er heim við bæ á Silfrastöðum.

Súpa og kaffi í boði félagsins.  Allir velkomnir.