Skógardagur Norðurlands í Kjarnaskógi

Skógardagur Norðurlands verður haldinn í fyrsta sinn í Kjarnaskógi á Akureyri laugardaginn 5. júlí.  Gestir fræðast um skógrækt og skógarnytjar, sjá skógarhöggsmenn að verki og skoða tækjabúnað þeirra en einnig verður í boði leiksýning, ratleikur, skákmót og fleira. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á skógum og skógrækt og hvernig má nýta afurðir þess.

Dagskráin hefst á leiksýningu fyrir alla fjölskylduna. Frumsýnt verður verk úr hópi ungmenna í skapandi sumarstörfum á vegum Akureyrarbæjar. Sett verður upp sýning sem kallast „Frá fræi til fullunninnar vöru“ þar sem fólk getur áttað sig á umbreytingunni úr pínulitlu fræi yfir í hráefni eins og trjáboli og planka. Einnig verða til sýnis skógarvélar og annar búnaður.

Meðan skipulögð dagskrá stendur yfir verður hægt að fara í ratleik um Kjarnaskóg og taka þátt í skákmóti.

016_kjarni-stigar-vefutg