Skógarböðin í Vaðlaskógi opna í dag

Skógarböðin í Vaðlaskógi skammt frá Akureyri opna formlega í dag. Eigendur eru hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer. Vatnið í böðin kemur úr Vaðlaheiðargöngunum en áður rann það beint út í sjóinn.

Mikill metnaður hefur verið lagður í alla hönnun baðanna og að gestir þeirra muni upplifa útsýnið, kyrrðina og orku skógarins sem umlykur böðin.

Útsýnið er stórbrotið og nálægin við skóginn og nátturuna mun gera Skógarböðin að einstökum stað.

Staðsetning baðanna er einstök. Þau standa gegnt Akureyri við rætur Vaðlaheiðar.
Þar gefur að líta allt það sem Eyjafjörður hefur upp á að bjóða og útsýnið út böðunum er stórbrotið.

Verð fyrir fullorðin er 5990 kr. Verð fyrir börn frá 6-15 ára er 2990 kr. Frítt er fyrir 5 ára og yngri en þau deila skáp með fullorðnum.  Eldri borgarar og fatlaðir greiða 4490 kr.