Skóflustunga að nýju gervigrasi á Sauðárkróki

Iðkendur knattspyrnudeildar Tindastóls á Sauðárkróki tóku fyrstu skóflustungur að nýjum gervigrasvelli í dag. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í maí 2018.  Knattspyrnudeild Tindastóls hvatti iðkendur til að mæta með skóflu með sér og taka þannig þátt með táknrænum hætti þátt í að byggja upp enn betri íþróttaaðstöðu á Sauðárkróki. Búið er að girða vinnusvæðið af og gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næstu dögum. Að skóflustungum loknum bauð Knattspyrnudeild Tindastóls upp á grillaðar pylsur og svala.

Myndir: Skagafjordur.is