Skoða staðsetningu fyrir fótboltagolfvöll í Ólafsfirði

Fjallabyggð skoðar nú staðsetningu undir fótboltagolfvöll í Ólafsfirði, en slíkir vellir hafa vakið vinsældir á síðustu árum, og er einn slíkur meðal annars í Dalvíkurbyggð. Fyrirhugað er að búa til 6-7 holu fótboltagolfvöll ef Fjallabyggð samþykkir málið. Staðsetningar sem verið er að skoða eru við Tjarnarstíg og inná íþróttasvæði KF og hluta lóðar MTR. Einnig svæði norðan Ólafsvegar.

Kristján Hauksson sendi erindið til Fjallabyggðar og hefur verið tekið jákvætt í hugmyndina.