Skjálfti upp á 3 skammt frá Siglufirði í morgun
Í morgun kl. 8:41 varð jarðskjálfti 3,0 að stærð um 22 km norðaustur af Siglufirði. Nokkrir minni skjálftar fylgdu á eftir og var stærsti 2,5 á stærð sem kom kl. 9:31. Jarðskjálftahrinan heldur áfram en aðeins hefur dregið úr virkninni.