Skjálftarnir á Norðurlandi tengjast flekaskilum

Fjölmargir litlir skjálftar hafa orðið í morgun norður af Siglufirði, og einn þeirra, upp á 3,8, vakti íbúa í bænum um klukkan hálf sex í morgun. Skjálftanir tengjast flekaskilum og hafa ekkert með eldvirkni að gera, segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Rúv.is.

Talsvert hefur dregið úr styrk skjálftanna í Eyjafjarðarál frá því sem var um helgina – en þar skelfur jörð enn – síðustu klukkutímana hefur fjöldi skjálfta mælst þar – sá stærsti var uppá þrjá komma átta – og þá vöknuðu fjölmargir íbúar á Siglufirði.

Ástandið kallar ekki á viðbrögð almannavarna, enn sem komið er, samkvæmt upplýsingum frá lögreglustjóranum á Akureyri.