Skipulögð ganga úr Héðinsfirði í Hvanndali

Skipulögð ganga með reyndum leiðsögumönnum frá Top Mountaineering verður um næstu helgi, laugardaginn 16. júlí.  Gengið verður frá þjóðveginum í Héðinsfirði meðfram vatninu út í Vík, þaðan upp á Víkurbyrðu 670m í Hvanndali Selskál og jafnvel í Sýrdal.
Spennandi ferð fyrir fjallagarpa.

Upplýsingar um ferðina og skráning hjá Gesti í síma 898-4939.

Héðinsfjarðargöng