Skipulagðar ferðir í snjóbíl upp á fjall í Ólafsfirði

Fyrirtækið Arcticfreeride er nýtt ferðaþjónustufyrirtæki í Fjallabyggð, en  það mun bjóða upp á skipulagðar ferðir frá Ólafsfirði og upp á fjallið Múlakollu. Fyrirtækið  hefur fjárfest í sérstökum snjóbíl til þessara ferða.  Í boði verða útsýnisferðir, skíða- og snjóbrettaferðir auk norðurljósaferða. Fyrstu ferðir verða farnar í marsmánuði. Þórður Guðmundsson í Ólafsfirði er eigandi fyrirtækisins.

yfirlit (Small)