Skipta Magni og Dalvík um deild?

Það er ólíkur árangur liðanna á Norðurlandi í knattspyrnu þetta sumarið. Magni frá Grenivík hefur tryggt sér sæti í 2. deild karla í knattspyrnu en þeir hafa unnið 13 leiki af 15 í sumar og eru ósigraðir í 3. deildinni.  Dalvík/Reynir hefur átt mjög erfitt tímabil og hafa tapað 13 leikum af 17 og aðeins unnið 2 leiki í sumar. Þeir þurfa á kraftaverki að halda til að halda sér í 2. deild karla. Völsungur frá Húsavík er enn í tækifæri að fylgja Magna upp í 2. deildina og myndi þá enn frekar fjölga liðum á Norðurlandi í þeirri deild. Gríðarleg fallbarátta og spenna er í neðri hluta 2. deildar karla en Dalvík er neðst með 8 stig, Njarðvík með 16 stig, Tindastóll og Ægir með 17 stig, Höttur og Sindri með 19 stig og svo KF með 21 stig. Það er því enn möguleiki að tvö norðanlið skipti hreinlega um deildir í ár. KA og Þór leika svo í 1. deildinni en KA á möguleika á að komast upp haldi þeir sigurgöngu sinni áfram. Ekkert lið frá Norðurlandi er í efstu deild karla í ár.