Arnfinnsfjall, eða Finninn eins og Ólafsfirðingar kalla fjallið er vinsælt til göngu á sumrin og einnig af skíðafólki yfir vetrartímann. Skipulagðar ferðir af ferðafélögunum hafa verið í gegnum tíðina á fjallið og er upphækkunin um 690 metrar, og krefjandi ganga.

Íslenskir skíðaunnendur fóru í vikunni upp á Arnfinnsfjall í Ólafsfirði og skíðuðu niður í frábæru veðri eins og myndir sýna. Útivistarmöguleikar í Fjallabyggð eru fjölmargir, þrátt fyrir að skíðasvæðin hafi verið lokuð vegna samkomubanns.

Myndir: S.S/F.J.

Mynd frá Fríða Jónasdóttir.