Skíðavertíðinni að ljúka

Skíðavertíðinni er lokið á Tindastóli á Sauðárkróki og þar segja menn veturinn hafa verið áhugaverðan og ætla opna næsta 1. desember 2017. Snjólaust er í Böggvistaðarfjalli á Dalvík og vertíðinni lokið þar. Tindaöxl í Ólafsfirði er einnig snjólítið og hefur verið lokað undanfarið. Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði er lokað um helgina og orðið snjólítið svæðið þar vegna mikils hita síðustu daga. Í skoðun er opnun helgina 12.-14. maí ef snjór verður í fjallinu. Í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur verið mikil bráðnun og svæðið lokað í augnablikinu nema veður breytist.