Skíðasvæðin á Siglufirði og Dalvík opin

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði er opið í dag frá kl. 11:00-16:00 og verða fjórar lyftur opnar í dag. Skíðasvæði Tindastóls er lokað vegna hvassviðris. Skíðasvæði Dalvíkur er opið frá kl. 11:00-16:00. Á Akureyri hefur Hermannsgöngunni verið frestað vegna veðurs. Ekki liggja fyrir upplýsingar um opnun á Skíðasvæðinu á Ólafsfirði.