Skíðasvæðin á Norðurlandi opin um helgina

Flest skíðasvæðin á Norðurlandi verða opin um helgina.  Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði verður opið í dag frá kl. 11-16.  Skíðasvæðið í Tindastóli á Sauðárkróki er opið í dag frá kl. 11-16. Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli á Dalvík er opið í dag frá kl. 12-15. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri er opið í dag frá kl. 10-16. Engar upplýsingar er að finna um skíðasvæðið í Tindaöxl í Ólafsfirði, en svæðið hefur verið lokað undanfarið vegna snjóleysis.