Skíðasvæðið í Skarðsdal opnar í nóvember

Það er allt útlit fyrir að Skíðasvæðið í Skarðsdal muni opna um miðjan nóvember samkvæmt upplýsingum frá rekstraraðila Skíðasvæðisins. Áður hafði verið stefnt að opnun í byrjun nóvember en það næst líklega ekki.

Forsala vetrarkorta er nú hafin fyrir íbúa í Fjallabyggð og er gefinn ágætis afsláttur. Börn yngri en 8 ára fá fríkort. Framhalds- og háskólanemar fá kort á aðseins 7.000 kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu Skíðasvæðisins. Upplýsingasíminn er: 878-3399

Mynd tekin í mars 2009.