Skíðasvæðið í Skarðsdal opnaði aftur

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði opnaði loksins aftur í dag eftir að hafa verið lokað í tæplega 4 vikur, en síðasti opnunardagur var á Þorláksmessu. Veður hefur verið óhagstætt, mikil hlýindi og ekki næg snjókoma fyrr en undanfarna daga. Tvær lyftur voru opnaðar í dag og verða allar lyftur opnar um næstkomandi helgi.  Nú er rétta tækifærið til að drífa sig á skíði í paradísinni á Siglufirði.