Skíðasvæðið í Skarðsdal opnaði aftur

Loksins var aftur hægt að opna Skíðsvæðið í Skarðsdal í dag en opið var frá kl. 14-19.  Neðsta lyftan og T-lyftan voru opnaðar og einnig braut fyrir skíðagöngugarpa. Lokað var á svæðinu í gær þar sem verið var að vinna snjóinn í brekkurnar og undirbúa opnun. Á sunnudaginn verður svo World Snow day haldinn á svæðinu, og verður dagskrá nánar auglýst síðar.

Mynd frá Skíðasvæðið Skarðsdal Siglufirði.