Skíðasvæðið í Skarðsdal opið í dag

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði hefur verið opið síðustu daga fyrir almenning. Svæðið er opið í dag kl. 11-16. Færið er troðinn blautur snjór.

Öll hús á svæðinu eru lokuð nema aðgangur að salerni. Mikilvægt að muna handþvott og 2 metra regla, buff eða grímuskylda fyrir 2004 og eldri. Hámarksfjöldi inn á svæðið er 150 manns fyrir árganga 2004 og eldri. Miðasala er í gegnum lúgu og rafræn. Þetta gildir til 17. febrúar eða þar til annað verður ákveðið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá umsjónarmönnum skíðasvæðisins.