Skíðasvæðið í Skarðsdal opið í dag

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði verður opið í dag, jóladag,  frá kl. 12:00-16:00. Á svæðinu er -7 gráður og alskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Fólk er beðið um að skíða aðeins á troðnum brautum.

Opnunartími næstu daga:

  • 26. desember kl. 12-16.
  • 27.-30. desember kl. 12-17.
  • 31. desember kl. 11-16.
  • 2. janúar kl. 12-18.