Loksins opið í Skarðsdalnum á Siglufirði, veturinn er kominn aftur og lítur bara ljómandi vel út. í Dag er opið frá kl. 13-19 og veðrið er SA gola, frost 3 stig og alskýjað, færið er troðinn þurr snjór. Nú hefur snjóað u.þ.b. 40 sentimetra síðan um helgina, þannig að þetta er allt að lagast. Flott færi í dag og púðurskíðun á Búngusvæði við topp lyftu.