Skíðasvæðið í Skarðsdal lokað í dag
Það verður lokað á Skíðasvæðinu í Skarðsdal í dag og er öll umferð bönnuð um svæðið meðan verið er að vinna og meta snjóflóðahættu. Það er ekkert skyggni og mjög erfitt að meta snjóflóðahættu eins og skyggnið hefur verið. Göngubraut verður tilbúin kl. 12.00 í Hólsdal, suður við golfskálann, 3 km hringur.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá umsjónarmönnum svæðisins.

