Veðurstofa Íslands hefur sett fram hættumat á Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði og til að uppfylla það þarf að ráðast í framkvæmdir, meðal annars vegagerð og færslu á skíðalyftum sem er áætlað að kosti yfir 200 milljónir króna. Fjallabyggð leitaði til Ofanflóðasjóðs um aðkomu þess að verkefninu en stjórn þess telur sig ekki hafa lagalega heimild til að koma að málinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar harmar afgreiðslu stjórnar Ofanfljóðasjóðs og ljóst er að skíðasvæðið í Skarðsdal mun verða lokað í náinni framtíð. Ljóst er að sveitarfélag af þessari stærðargráðu hefur ekki burði til að standa undir slíkum framkvæmdakostnaði.

Hlutverk Ofanflóðasjóðs:

Kveðið er á um hlutverk Ofanflóðasjóðs í lögum frá 1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum nr. 49. Sjóðurinn er fyrst og fremst forvarnarsjóður og hans meginhlutverk er að greiða kostnað vegna varnarframkvæmda og annarra fyrirbyggjandi aðgerða sem tryggja eiga öryggi íbúa á snjóflóðahættusvæðum. Í lögunum er kveðið á um að sjóðnum sé einkum ætlað að fjármagna:

• kostnað vegna gerð hættumats fyrir byggð sem talin er á hættusvæði og byggð var fyrir
gildistöku laganna
• kostnað við kaup og uppsetningu tækjabúnaðar til nota við rannsóknir og eftirlit með
snjóflóðum
• allt að 90% af kostnaði við undirbúning og gerð varnarvirkja á hættusvæðum
• allt að 60% af kostnaði við viðhald varnarvirkja
• allt að 90% af kostnaði sveitarfélaga við uppkaup á verðmætum eða flutningi þeirra á
öruggt svæð

Reglugerð um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

Skíðasvæðið á Siglufirði