Skíðasvæðið í Skarðsdal aftur opið

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði opnaði aftur í dag, en lokað var um síðustu helgi vegna aðstæðna. Töluvert af snjó hefur nú komið í fjallið og er færið mjög gott í troðnum brekkum.  Samkvæmt upplýsingum frá umsjónarmönnum svæðisins þá er útlit fyrir gott skíðafæri næstu daga í fjallinu. Þá er tilboð á vetrarkortum til 24. desember og tilvalið að gefa slíkt í jólapakkann. Frítt er fyrir börn yngri en 8 ára á svæðið.