Skíðasvæðið á Siglufirði opnar fyrir æfingahópa
Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði næstkomandi laugardag kl. 12:00 fyrir æfingahópa. Umsjónarmenn svæðisins stefna af því að opna lyftur, en húsið sjálft verður lokað. Öllum sóttvarnaraðgerðum verður fylgt á svæðinu. Hægt er að fylgjast með nánari tilkynningum á skardsdalur.is.
Búið er að útbúa gönguspor við golfskála fyrir skíðagöngufólk.
Þá er tilboð á vetrarkortum til áramóta.