Skíðasvæðið á Siglufirði opnar aftur

Stefnt er að því að opna Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði á föstudaginn kl. 10:00, ef veður og aðstæður leyfa. Núna mega um 500-600 mannst mæta skíðasvæðið á Siglufirði. Svæðið hefur nú verið lokað í nokkrar vikur vegna samkomutakmarkana. Enn er snjór á svæðinu en hitinn undanfarna daga hefur haft áhrif. Umsjónarmenn svæðisins stefna að því að hafa opið næstu tvær vikur eða á meðan aðstæður leyfa.

Miðasala verður eingöngu á staðnum, skíðaleiga og snyrtingar opnar á samt léttum veitingum í gegnum lúguna.

Missið ekki af síðustu skíðadögum og vikum vetrarins.