Skíðasvæðið á Siglufirði opnar 1. desember

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði mun opna 1. desember. Kominn er góður grunnur af snjó í efrihluta svæðsins og eins hefur bæst mikið í síðustu daga. Búið er að gera Neðstulyftu og T-lyftuna klárar fyrir veturinn.  Ef það væri búið að breyta svæðinu eins og til stendur, þá væri búið að vera opið allar helgar í nóvember, en það gæti orðið í framtíðinni hægt að skíða í nóvember ef nægur snjór er á svæðinu. Allar nýjustu upplýsingar og fréttir má finna á vef skíðasvæðisins, skarðsdalur.is

Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér vetrarkort á 20% afslætti, en tilboðið stendur til 3. desember. Þetta er líka frábær gjöf í jólapakkann.

Skíðasvæðið Siglufirði