Skíðasvæðið á Siglufirði opið í dag

Það verður opið í dag á Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði frá kl 10-16. Veðrið kl 09:30 vestan 2-8 m/sek, hiti 2- 4 stig og léttskýjað. Færið er troðinn rakur snjór. Fjallið lítur mjög vel út nægur snjór út um allt fjall. Langar brekkur stuttar brekkur og allt þar á milli, lengsta skíðaleið er um 2,3 km. T-lyftusvæði pallar, hólar og frábært gil. Þvergilið bobbbraut, pallar og hólar, Neðstasvæðið hólar og leikjabraut. Búngusvæði opið. Göngubraut tilbúin kl. 10:00 á Hólssvæði, 3 km hringur léttur og góður fyrir alla.

Segir í tilkynningu frá Skíðasvæðinu. Vefmyndavélin frá svæðinu er hér.