Skíðasvæðið á Siglufirði opið í dag

 Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið í dag mánudaginn 26 .mars, frá kl 14-19, veðrið kl 13:00:   hiti 7 stig og léttskýjað, færið er troðinn blautur snjór og er mjög mjúkt færi. Það þarf að taka daginn snemma það gæti byrjað að hvessa síðdegis.

Um helgina (föst-sunnud) komu u 600 gestir á skíðasvæði og var veðrið mjög gott en hitinn fór í 20c° á veðurstöð á Búngusvæði (470m hæð) á laugardaginn s.l.

Snjóalög eru mjög góð á Skíðasvæðinu í dag (100cm -300cm) og eru töluvert betri en á sama tíma í fyrra.