Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði opnaði kl. 10:00 í morgun og er opið til kl. 16:00. Allar brekkur voru troðnar í gær en færið er vorfæri og 3ja stiga hiti. Spáð er frosti alla næstu viku og einhverri snjókomu svo það má búast við betri tíð á næstu dögum í fjallinu.
Eins og sést í vefmyndavélinni frá svæðinu þá er fólk mætt á svæðið að nýta sér þennan opnunardag.