Skíðasvæðið á Siglufirði lokað til 17. maí

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði verður lokað til 17. maí en þá verður opið og Skarðsrennsli fer fram. Síðasti opnunardagur verður svo 18. maí. Skíðasvæðið Tindastóli og Böggvisstaðafjalli á Dalvík hafa tilkynnt að skíðavertíðinni sé formlega lokið þar.

Skarðsrennsli er 3. km braut sem byrjar í fjallaskarði (Hrólfsvallardalur) fyrir ofan Bungulyftu og niður Miðbakka og yfir T-lyftusvæðið og til baka niður að Skíðaskálanum í Skarðsdal.

Vegleg verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin, en tímataka fer fram með skeiðklukku.

Sigló mars 2009 013 (Medium)