Skíðasvæðið á Siglufirði lokað í dag vegna veðurs

Skíðasvæðið á Siglufirði verður lokað í dag vegna hvassviðris, veðrið klukkan 10:30 er SV 8-20m/sek, hiti 3 stig og alskýjað.

Veðurspá fyrir daginn er ekki hagstæð: Suðvestan 10-15 m/s og rigning með köflum. Hiti 5 til 8 stig.
Stefnt er að því að opna á morgun, fimmtudaginn 29. mars klukkan 15.