Svæðið í Skarðsdal á Siglufirði hefur verði lokað þennan veturinn, snjórinn er að hverfa og sumarið komið. Starfsmenn hafa tilkynnt að nýr rekstraraðili muni taka við svæðinu eftir þetta tímabil en Kári og Egill Rögnvaldsson láta af störfum 1. júní eftir 15 ára starf í fjallinu.
Talið er að um 2500-3000 manns hafi komið í fjallið um páskana. Fjallið opnaði seint í vetur vegna snjóleysis og veðráttu.