Skíðasvæðið á Dalvík opnar
Í dag, laugardaginn 25. nóvember verður Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli á Dalvík opnað í fyrsta skiptið í vetur og verður opið frá kl. 14:00 til 16:00 ef veður leyfir.
Frítt verður í fjallið á fyrsta opnunnardegi eins og hefð er fyrir. Á sunnudaginn er stefnt að því að opið verði frá kl 12:00 til 16:00 en þá hefst sala lyftukorta samkvæmt gjaldskrá. Fyrst um sinn verður neðri lyftan opin eða þar til búið er að gera efra svæðið klárt. Töluverðan snjó hefur sett í fjallið undanfarna daga og hafa starfsmenn skíðasvæðisins og sjálfboðaliðar unnið hörðum höndum við að troða brekkur og gera klárt fyrir vertíðina.