Skíðasvæðið á Dalvík opnar um helgina og verður opið frá kl. 12-15 í dag og sunnudag. Opið verður upp að þriðja mastri og verður hægt að renna sér bæði í endurbætta Barnabrekku og sunnan megin í Lyftubrekku. Frír aðgangur í dag og morgun. Mikil orka hefur farið í snjóframleiðslu síðustu daga. Aðeins kaffi og kakó verða til sölu í veitingasölunni þessa helgina.
Vetrar- og dagskort verða einnig til sölu.