Skíðasvæðið á Dalvík opnar á morgun

Fyrsti opnunardagur þennan veturinn í Böggvisstaðafjalli á Dalvík verður fimmtudaginn 18. desember. Lyftur verða opnar frá kl. 17:00 – 20:00.  Jólastemning og frítt í fjallið  ásamt óvæntum uppákomum.
Opnunartímar fram að áramótum eru eftirfarandi:

  • 20. – 21. desember frá kl 11:00 – 15:00.
  • 26.-29.desember frá kl 11:00 – 16:00.