Skíðasvæði Siglufjarðar lokað í dag vegna veðurs
Skíðasvæðið í Skarðsdal er lokað í dag vegna veðurs. Í tilkynningu segir að vindurinn sé 20 m/s og mikið hvassviðri sem valdi töluverðum skafrenningi á svæðinu. Stefnt er á að opna á morgun ef veður leyfir, en opið verður frá 11-20.