Skíðasvæði Dalvíkur opnar aftur fyrir almenning
Skíðasvæðið á Dalvík opnar aftur fyrir almenning miðvikudaginn 13. janúar kl. 14:30. Ýmsar takmarkanir verða eins og grímuskylda og 2ja metra regla fyrir þá sem fæddir eru fyrir árið 2005. Skíðaleigan verður opin, en aðeins ein fjölskylda eða einstaklingur í einu. Veitingar verða ekki afgreiddar en opið verður fyrir snyrtingu. Fjöldatakmörkun verður á svæðinu en nýting miðast við um 50% og gæti því orðið uppselt í lyfturnar.